Einangrun Íslands.

Fyrr á öldum var Ísland einangrað vegna skorts á skipakosti til siglinga. Öldum saman sáu útlendingar okkur fyrir samgöngum við umheiminn. Þetta varð okkur stundum til bjargar, þótt oft félli fólk úr hor og sjúkdómum tengdum vannæringu. Árið 1772 skrifaði skólameistari Skálholtsskóla bréf, þar sem hann kvartaði undan einangrunarstefnu Íslendinga, sem klæddu sig öðru vísi en aðrir Norðurlandamenn og töluðu mál, sem væri orðið öðrum Norðurlandabúum óskiljanlegt. Taldi hann affarasælast að við tækjum upp danskan klæðaburð og danska tungu. Þegar "útrásin" var í hámarki töluðu ýmsir snillingar um nauðsyn þess að afleggja íslenska tungu og nota ensku í hennar stað til að auðvelda alþjóðaviðskipti Íslendinga. Í anda póstmódernisma eru íslenskufræðingar menntaðir við HÍ hættir að leíðrétta "málvillur", því að sögn er ekkert slíkt til. Hlutverk íslenskufræðinga er nú að skrásetja "þróun tungumálsins". Allt eru þetta dæmi um að leggjast flatir fyrir útlendingum.

Öðru máli gegnir um fjárfestingu erlendra manna á Íslandi. Án slíkra fjárfestinga hefðu Íslendingar orðið seinni til efnahagslegra framfara en raun varð á. Nægir að benda á "fjárfestingar" hernámsliðsins á stríðsárunum, sem skoluðu þjóðinni jafnvel fullhratt uppá strendur nútímalandsins. Mátti litlu muna, að þá biði þjóðin skipbrot og missti viljann til sjálfstæðrar tilveru. Vildu margir, að Ísland yrði 51. ríki Bandaríkjanna, eftir að Alaska og Hawai urðu 49. og 50. ríkið. Nú er sjónum beint til Evrópu. Vilja sterk öfl, að Ísland verði hluti af evrópsku stórveldi, af því að þannig megi best tryggja frið í Evrópu. Ég kannast ekki við, að Ísland hafi nokkurn tímann ógnað friði í Evrópu.

Spyrja má, hvort einangrunarstefna sé óþarflega svæsin, þegar illa er tekið á móti þeim, sem vilja fjárfesta á Íslandi. M.a.s. fjárfestingar útlendinga í landareignum eru ekki eins hættulegar og margir virðast halda. Miklar takmarkanir eru á ráðstöfunarrétti bænda og annarra jarðeigenda yfir landi sínu. Einnig er vandséð, að Kínverjinn hefði með nokkrum hætti getað flutt Grímsstaði á Fjöllum með sér til Kína, þótt honum hefði ofboðið forsjárhyggja hérlendra stjórnvalda í "umhverfismálum". Vera má, að hann hefði viljað flytja inn Kínverja í stórum stíl til að byggja upp ferðaþjónustu á Grímsstöðum, er vandséð, að Útlendingastofnun hefði orðið honum leiðitöm við innflutning á fólki. Annars stendur fólksfæð Íslendingum fyrir þrifum. Væru hér tvöfalt fleiri skattgreiðendur, yrði t.d. auðveldara að kosta nauðsynleg samgöngumannvirki. Fólksfæð er með réttu eða röngu talin hamla uppbyggingu járnbrautakerfis á Íslandi, þótt járnbrautarsamgöngur væru að því leyti hagfelldar, að ekki þyrfti að knýja samgöngutækin með innfluttu jarðefnaeldsneyti.

En íslenskudeildin í HÍ þarf að rétta úr sér og standa í lappirnar. Allar þjóðir, sem vilja halda áfram að vera til, hafa opinbert ritmál með samræmdri stafsetningu. Allar þjóðir, sem bera virðingu fyrir sjálfri sér, stunda móðurmálskennslu í skólum og gefa henni mikið rými.


mbl.is Erlendum viðskiptamönnum ekki tekið fagnandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigvaldi Ásgeirsson

Höfundur

Sigvaldi Ásgeirsson
Sigvaldi Ásgeirsson
Skógarbóndi og skógfræðingur búsettur í Reykholtsdal
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 531

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband